2.3.2010 | 07:44
Þrýstihópur
Enn á ný kemur fámennur hópur sem setur allt í uppnám með kröfum sýnum.Flugvirkjar eru með að meðaltali 500-600-þús.kr.laun á mánuði.Ég veit ekki hvað margir tímar liggja þar að baki en þetta er bara þokkalegt miðað við þorra launþega sem hafa tekið þátt í biðinni eftir betri tíð og hafa ekki sett fram jafn óstjórnlegar kröfur. Fyrsta boð 25% launahækkun. Mér finnst sem þessi hópur eins og aðrir geti sýnt samstöðu og tekið minni skref í átt til betri kjara.
Flugvirkjar felldu samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar kemur það fram að meðallaun flugvirkja séu 500-600 þús ? Gaman að sjá þær tölur
Trausti Trausta (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:17
Get ekki betur séð að þeir séu með ágætis laun. Með byrjunarlaun uppá 400 þús (með þessari launahækkun 1.jan 2007). Með desemberuppbót uppá nærri 300.000 kr?? Halló ég er með 50.000 og langt skólagengin.
Finnst nú að það sé í forgang að annað láglaunafólk fái leiðréttingu sinna launa.
Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:43
http://www.scribd.com/doc/2092441/Kjarasamningur-Skylis1-2006
Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:44
Byrjunarlaun uppá 400 þúsund á hvaða plánetu ert þú?
laumulesari (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 10:48
Ég ætla að vona að þú Kristín gerir þér grein fyrir hvaða samning þú ert með í höndunum, þetta er ekki sá samningur sem um ræðir.
Skil heldur ekki hvernig þú færð út að byrjunarlaun séu upp á nærri 400 þús en mér finnst það heldur miklar ýkjur að færa 280 þús upp í nærri 4hundruð. En að laun flugvirkja séu á milli 5 og 6 hundruð þúsund er argasta vitleysa!
Lesandi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:03
og hver eru þau þá...er það eitthvert hernaðarleyndarmál???
Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 13:27
Það er ljóst ef af verður að laun þeirra hækka um 25 % þarf að velta því út í verðlagið. Hvaða verðlag, flugmiðana sem við hinir almennu launþegar greiðum.
Heyrði í formanni samninganefndar í hádegisfréttum og hann sagði flugvirkja ákveðna í að sækja launarýrnun undnafarna mánuði, þó svo að aðrir launþegar gerðu það ekki. Sem starfandi heilbrigðisstarfsmaður áfjáð í að ná fram kjarabótum sé ég fram á frekari skattahækkun á landann ef við sækjum okkar kjararýrnum, sama á við um kennara, leikskólakennara og fleiri stéttir sem starfa hjá hinu opinbera. Laun þessara stétta koma í gegnum skattkerfið. Reikna má með að flugvirkjar séu sáttir við aukna skattahækkun til að greiða laun þessara stétta, sem vilja ná í kjarabætur.
Hvað gerist ef allir sækja sitt...velti því fyrir mér, því eins og staða þjóðfélagsins er í dag, er enginn ofsæll af launum undir 350 þúsund krónum. Keðjuáhrif krafna af þessum toga, eru þau fyrirsjáanleg?
Með kveðju, Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.