28.11.2013 | 13:09
Ótrúlegt.
Það er ekki öll vitleysan eins. Afhverju halda menn að það hafi verið bannað að sprengja á síldarmiðum. Þó að síldin drepist ekki strax verður hún fyrir innvortis blæðingum sem draga hana til dauða á fáum dögum. Þetta er vitað og Hafró hefur skýrslu frá Noregi sem sýnir þetta. Hversu langt á að reka síldina ? Nógu langt til að stóru skipin nái að veiða hana. Þar með búið að brjóta bannið við að nota sprengiefni við veiðar.
Byrja að smala um tvöleytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef nú ekki neina sér þekkingu á boðum og bönnum tengdum veiði, hef raunar aldrei heyrt um þessar sperngjur áður. Ég fór heldur ekki á Snæfellsnes þegar tonnum ofan á tonn af úldinni síld skolaði þar á land svo kannski ætti ég bara að þegja og láta eins og mér sé sama.... En að tvennu illu er þá ekki skárra að reka síldin burt (með illu) en að leyfa henni að drepast úr súrefnisskorti aftur og úldna uppi á landi öllum íbúum til ama? ...Og þótt menn veiði hana svo þegar hún flýr undan spengjunum. Hún var dauðadæmd og við erum á toppnum á fæðukeðjunni. Ég segi bara svona, en ef önnur lausn hefði verið betri þá vona ég að þú uppfræðir mig, þá læri ég eitthvað nýtt og dagurinn minn ekki til spillis
Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.